Ónýtavatn er í 573,4 m hæð yfir sjó, 1,09 km², dýpst 23 m, 8,7 Gl, meðaldýpi 8 m, lengst 1,9 km og 0,9 km. Vatnið hefur verið næstgjöfulast Veiðivatnanna og hefur verið á uppleið. Fremra-Ónýtavatn hefur verið á hægri uppleið. Helztu veiðistaðir eru: Fjaran, Klapparnes, Suðurvík, Tanginn, Höfnin og Dýpið.