Ólafsvallakirkja er í Stóra-Núpsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Timburkirkjan, sem nú stendur, var 1897 og tekur 120 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður.
Altaristafla eftir Baltasar sýnir kvöldmáltíðina. Þorsteinn Guðmundsson, málari, málaði hina altaristöfluna, sem er mynd af krossfestingunni. Prestssetur var á Ólafsvöllum til 1925, þegar staðurinn var lagður til Stóra-Núps.