Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ólafsfjarðarkirkja

Ólafsfjarðarkirkja er í Ólafsfjarðarprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Prestur hefur setið í Ólafsfirði   síðan skömmu eftir aldamótin 1900. Fyrsti presturinn, séra Helgi Árnason (1857-1938) var frumkvöðull að kirkju í bænum. Rögnvaldur Ólafsson teiknaði hana og hún var byggð 1915. Stórhugurinn og framsýnin við bygginguna var svo mikil, að hún rúmaði næstum alla íbúana, þegar hún var byggð. Henni hefur verið haldið vel við og endurbætt á ýmsan hátt. Ytra útlit hefur haldið sér að mestu en turninn er svolítið breyttur. Kirkjan lengd 1997 og viðbygging gerð við norðurhlið, sem tengir kirkjuna safnaðarheimilinu.

Minnisvarðinn um drukknaða sjómenn við kirkjuna var afhjúpaður 1940, hinn fyrsti sinnar tegundar á landinu. Hann er úr blágrýti, 3½ tonn að þyngd, og framan á honum er lágmynd eftir Ríkharð Jónsson. Kristinn G. Jóhannsson listmálari og skólastjóri, skreytti kirkjuna að innan. Sigrún Jónsdóttir teiknaði skírnarsáinn, sem er úr grásteini.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )