Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Nykurvatn

nykurvata

Nykurvatn, 0,7 km², er uppi frá byggðum Vopnafjarðar. Það er talið nokkuð djúpt og það liggur 424 m  yfir sjó. Frárennsli þess er Teigará, sem fellur til Hofsár.

Vatnið er við þjóðveg nr. 85 á Vopnafjarðarheiði eins og Þuríðarvatn, sem er rétt hjá. Mólendi er við vatnið og allmikið er þar af fiski, eingöngu ½-5 punda vatnableikja. Nykurinn, sem vatnið heitir eftir, sást annað veifið á beit á vatnsbakkanum fyrir löngu síðan. Engum tókst að fanga þennan vatnahest.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 590 km og 23 km frá Vopnafirði.

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )