Norðfjarðarkirkja í Neskaupstað er í Norðfjarðarprestakalli í Austfjarðaprófasts-dæmi (hét Neskirkja frá 1897-1958). Hún var byggð úr timbri á árunum 1896-97 upp úr Skorrastaðakirkju, sem var reist 1886 og fauk í ofsaveðri. Vigfús Kjartansson er talinn vera höfundur hennar. Kórinn var reistur 1944. Hann var færður og kirkjan var lengd auk þess sem útbygging var reist við norðurhlið árið 1992. Höfundar þessara breytinga voru Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon, arkitektar. Kirkjan var friðuð 1990.