Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Neskirkja

Neskirkja er í Grenjaðarstaðaprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Nes er bær, kirkjustaður og fyrrum  í Aðaldal. Prestakallið var lagt niður 1860 og sóknin lögð til Múla en nú er Nes útkirkjustaður frá Grenjaðarstað. Katólskar kirkjur í Nesi voru helgaðar heilagri Ceciliu.

Turnlaussa timburkirkjan, sem nú stendur, var byggð 1903. Eiríkur Þorbergsson í Húsavík var yfirsmiður. Söngloft er í vesturenda, þvert yfir kirkjuna og svalir að norðan og sunnan. Klukknaportið er áfast vesturgafli. Kirkjan var stækkuð og endurbætt árið 1977, forkirkja reist og kór byggður.

Gréta og Jón Björnsson máluðu og skreyttu kirkjuna. Eyjólfur Eyfells málaði altaristöfluna og Hannes og Kristján Vigfússynir gerðu skírnarsáinn 1980.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )