Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Neskirkja

Nessókn er byggðin vestan Hringbrautar að flugvelli, ásamt Skerjafirði og að bæjarmörkum Seltjarnarness.

Nesprestakall var stofnað 1940 ásamt Laugarnes – og Hallgrímsprestaköllum. Fyrir þann tíma var  neskirkjaDómkirkjan sóknarkirkja allra Reykvíkinga í þjóðkirkjunni. Var landsvæðið sem tilheyrði prestakallinu nokkuð stórt. Eða eins og stóð í lögum „liggur Nesprestakall að hinum prestaköllunum þremur og nær yfir land Reykjavíkurbæjar vestan Reykjanesbrautar, Seltjarnarnes og Engey.“

Fyrsti prestur safnaðarins, sr. Jón Thorarensen, kom til starfa í byrjun ársins 1941.

Safnaðarstarfið fór fyrst fram í Háskólakapellunni og í skólanum á Seltjarnarnesi.

Kirkjan sjálf var vígð pálmasunnudag 1957. Arkitekt kirkjunnar var Ágúst Pálsson, húsameistari. Fyrir nokkrum árum kirkjan friðuð hið ytra sem dæmi um eina fyrstu nútímabyggingu á Íslandi.

neskirkja inni Í kirkjunni er að finna glerverk eftir Gerði Helgadóttur og Leif Breiðfjörð.

Árið 1999 var nýtt orgel sett tekið í notkun og um leið voru gerðar nokkrar breytingar á kirkjunni að innan.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )