Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mýrakirkja

Mýrakirkja er í Þingeyrarprestakalli í Ísafjarðarprófastsdæmi. Mýrar eru bær og kirkjustaður við  norðanverðan, undir innanverðu Mýrarfjalli. Þar er útkirkja frá Þingeyri. Kirkjan, sem nú stendur, var byggð árið 1897 úr norskum viði, sem hvalveiðimenn fluttu til landsins.

Fyrrum var hún bændakirkja en söfnuðurinn tók við henni 1907. Árin 1952-1953 var gert við hana og eftir miklar endurbætur var hún endurvígð 1953. Altaristaflan er frá 1775 og lítill altarisskápur með krossfestingarmynd og latneskri áletrun innan á vængjunum frá 1696.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )