Mjóavatn er í Þingvallahreppi, Árnessýslu. Það er 0,75 km², dýpst 2,5 m og í 208 m hæð yfir sjó. Úr því rennur Mjóavatnslækur til Stíflisvatns. Bílaslóð liggur frá Þingvallavegi að vatninu. Hún er ökufær í þurrviðri. Umhverfið er að mestu mýrar og vatnið er í smálægð. Veiðin er urriði, líklega úr Stíflisdalsvatni, og getur orðið allt að 3 pund. Vegalengdin frá Reykjavík er um 35 km.