Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mjaldur

mjaldur

Mjaldur (BELUGA WHALE) (Delphinapterus leucas)

Fullvaxnir tarfar eru 4,2 – 5,5 m langir og vega 1-1,6 tonn en kýrnar 3 – 4,1 m og vega 400 – 600 kg.  mjaldur Lífslíkur eru 30 – 40 ár. Fullvaxin dýr eru ljósgul eða alhvít en kálfar gráir eða brúnir en lýsast með aldrinum. Höfuðið er lítið og kúpt og dýrið getur hreyft það í allar áttir og breytt framstæðum munnsvipnum. Bægslin eru fremur stutt, spaðalaga, lítið eitt uppsveigð og velhreyfanleg. Sporður er oft dökk á jöðrum og bakuggi enginn en dökk rák í staðinn. Hann kafar oft í 1-2 mínútur í einu.

Mjaldurinn er flækingur umhverfis Ísland og er oftast í 5-20 dýra hópum en líka miklu stærri, rúmlega 1000 saman. Hann syndir oft upp stórfljót í kaldari löndum og eltir laxfiska stundum mörg hundruð km frá strönd, en þar heldur hann sig að mestu og verður lítið vart við hann á djúpsævi. Hann er gæfur og auðvelt að komast að honum. Aðalfæðan er ýmsar fiskategundir, smokkfiskur og áta. Hann kafar líklega ekki miklu dýpra en 300 m, þar sem hann er að mestu á grunnsævi.

Kýrnar verða kynþroska um 5 ára aldur en tarfar átta ára. Mökunin á sér stað, þegar ísa leysir, og meðgangan er u.þ.b. 14 mánuðir Kálfurinn er u.þ.b. 1,5 m langur og 80 kg við fæðingu. Dýrin verða ekki hvít fyrr en á 5-12 ára aldri. Engin önnur hvalategund getur gefið frá sér eins margbreytileg hátíðnihljóð og mjaldurinn og aðeins hnoðarar og náhvalir geta hreyft höfuðið eins frjálslega og mjaldurinn.

Grænlendingar hafa frá alda öðli veitt mikið af þessari norðlægu og sílspikuðu skepnu, 400-1000 dýr á ári. Skozkir og norskir hvalveiðimenn ofveiddu mjaldur og enn þá er ekki talið að stofnarnir, sem þeir tóku úr, hafi náð sér á strik. Hvítabirnir og rostungar taka líka úr stofnunum.

Myndasafn

Í grennd

Hvalir
Allt frá upphafi vega er hvala getið í heimildum og hvalrekar í hávegum hafðir. Hvalategundir voru líklega fleiri hér við land fyrrum en nú, því að sl…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )