Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Miklaholtskirkja

Miklaholtskirkja er í Staðarstaðarprestakalli í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Bærinn Miklaholt er  og fyrrum prestssetur í Miklaholtshreppi. Elzti máldagi kirkjunnar, líklega frá 1181, er enn til. Katólsku kirkjurnar á staðnum voru helgaðar Jóhannesi skírara og útkirkja var á Rauðamel ytri frá 1645.

Kirkjan, sem nú stendur á Fáskrúðarbakka, var vígð 1936 og Miklaholtskirkja lögð af. Prestssetrið var jafnframt flutt að Söðulsholti. Mörgum fell þessi ráðstöfun illa, svo að Magnús Sigurðsson, bóndi í Miklaholti, hafði forgöngu fyrir byggingu kirkju úr steinsteypu 1945. Hún var vígð 28. júlí 1946.

Turninn og forkirkjan voru reist 1961. Kristján Gíslason var yfirsmiður. Fáskrúðarbakkasöfnuður á og rekur kirkjuna. Í henni eru margir góðir gripir. Altari og prédikunarstóll eru úr gömlu kirkjunni og ýmsir gripir frá 18. öld. Númeratöfluna gerði líklega Sölvi Helgason 1844. Hún er í vörzlu sóknarprests. Kurt Zier gerði altaristöfluna og á skírnarsánum er mynd eftir Ragnar Kjartansson.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )