Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Miklabæjarkirkja

Miklabæjarkirkja er í Miklabæjarprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Miklibær er bær og    innst í   Óslandshlíð í Hofsþingum fram til 1891, þegar kirkjan var lögð niður og sóknin færð til Viðvíkur. Kirkjustæðið hefur verið varðveitt á bæjarhlaðinu og þar sést vel fyrir hringlaga garði umhverfis það. Þar er legsteinn með áletruninni: „Guðmundur Egilsson, 1616.”

Fyrstu heimildir geta um kirkju og prest í Miklabæ í tíð Sturlunga árið 1234, þegar Kolbeinn ungi lét vega þar Kálf Guttormsson og Guttorm djákna, son hans. Næstu heimildir um kirkjuna eru í Örlygsstaðabardaga árið 1238. Á Örlygsstöðum, skammt frá, var mikill bardagi, þegar Sighvatur Sturluson og Sturla Sighvatsson, sonur hans, mættu þar Kolbeini unga og Gissuri Þorvaldssyni. Bardaganum lauk með sigri Kolbeins og Gissurar og Sighvatur og Sturla féllu báðir. Eftir að þeirra féllu flýðu margir úr liðinu í kirkjuna á Miklabæ og flestir fengu grið.

Kirkjan á Miklabæ var helguð Ólafi helga Noregskonungi, sem dó 1030. Hann er verndardýrlingur Noregs. Tákn hans eru bikar eða ríkisepli, tákn valdsins, og öxi. Ólafur sendi trúboða til Íslands og Grænlands. Eftir kristnitökuna voru margar fyrstu kirkjurnar helgaðar Ólafi. Ólafsmessur eru 29. júlí og 3. ágúst. Einn trúboða Ólafs konungs var Leifur Eiríksson frá Brattahlíð á Grænlandi, sem fann Vínland einmitt á leiðinni vestur til Grænlands í trúboðsferð. Þar kynntist hann Guðríði Þorbjarnardóttur mágkonu sinni, sem var þá gift Þorsteini bróður hans. Seinna varð hún kona Þorfinns karlsefnis sem settist að í Vesturheimi ásamt fleira fólki, sem indíánar hröktu á brott. Þorfinnur, Guðríður og Snorri, sonur þeirra, sem fæddist fyrstur hvítra manna í Vesturheimi, bjuggu síðan að Glaumbæ í Skagafirði.

Í máldaga Auðuns rauða frá 1318 eru eignir innan kirkju í minna lagi miðað við máldaga annarra kirkjna. Hún átti aðeins eitt líkneski, Ólafslíkneski, glerglugga, 6 kýr, 6 ær, rekarétt á Skaga og afrétt í Norðurárdal.

Í máldaga Péturs biskups frá 1394 hafa eignir kirkjunnar aukizt. Þá átti hún allt heimaland Miklabæjar og nokkrar jarðir , ýmist heilar eðahálfar, og hvalreka á Skaga. Á miklabæ átti að vera heimilisprestur og djákni.

Miklabæjarkirkju tilheyrðu 5 bænhús: Í Djúpadal, að Sólheimum, Miðsitju og báðum Vallholtsbæjunum. Miklabæjarprestur þjónaði þeim og fékk í laun ½ mörk af hverju bænhúsi og fylgd milli bæja á veturna.

Kirkjan sem nú stendur á Miklabæ er yngsta kirkja í Skagafirði í lúterskri trú, byggð árið 1973.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )