Miðheiðarvötn eru nokkur í hvirfingu á miðri Tröllatunguheiði og tilheyra Kirkjubólshreppi í . Þau eru 0,7 km², nokkuð djúp og í 460 m hæð yfir sjó.
Frá þeim renna upptök Hrófár til norðurs í sunnanverðan Steingrímsfjörð. Þjóðleiðin um heiðina liggur rétt við þau. Ágæt bleikja er í þeim, en seiði voru sett í vötnin í kringum 1965. Spónn og fluga duga vel. Netaveiði er ekki stunduð.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 185 km og 25 km frá Hólmavík.