Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Miðdalskirkja

Miðdalskirkja er í Mosfellsprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Kirkjan, sem nú stendur, er lítil   timburkirkja, járnklædd með turni á mæni. Hún tekur 50 manns í sæti og var byggð og vígð 1869. Guðmundur Þórðarson var yfirsmiður en Halldór Bjarnason vann aðallega verkið. Altaristaflan er steinprentuð Kristsmynd í eikarramma (Komið til mín). Prédikunarstóllinn var gerður 1837.

Gömul altaristafla, sem sýnir kvöldmáltíðina, hangir á norðurhlið kórs. Hún er talin vera eftir Ófeig Jónsson á Heiðarbæ í Þingvallasveit og hann smíðaði líka prédikunarstólinn.

Fyrsta prestsins í Miðdal, Guttorms Finnólfssonar, er getið í heimildum frá 1080. Kolbeinn Þorsteinsson (1731-1783) var prestur í Miðdal á árunum 1765-1783. Eftir hann er Gilsbakkaþula (Kátt er á jólum, koma þau senn).

Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …
Sögustaðir Suðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið Álftaver Almenningar Alviðra Arnarbæli Áshildarmýri Ásólf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )