Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Marteinstungukirkja

Marteinstungukirkja er í Fellsmúlaprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Timburkirkjan, sem nú  , var   byggð 1896. Hún tekur 80 manns í sæti og endurbætur fóru fram 1955. Kirkju er fyrst getið í Marteinstungu um 1200 og þá hét bærinn Tunga og síðar, 1397, Sóttartunga. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar heilögum Marteini, sem er líka nafngjafi bæjarins.

Gömul sögn segir að kirkjan hafi áður staðið í Pulu, þar sem eru miklar rústir. Um þennan bæ eru engar aðrar heimildir en þjóðsagan, sem segir, að fólk hafi fallið þar í drepsótt. Eftir það var mjög reimt og bærinn lagðist í eyði. Talað er um Sóttarhelli, sem á að vera þar í holtinu og grófin þar var inngangurinn.

Myndasafn

Í grend

Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …
Sögustaðir Suðurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Álfaskeið …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )