Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mælifellskirkja

Mælifellskirkja er í Mælifellsprestakali í Skagafjarðarprófastsdæmi. Mælifell er bær, prestssetur og  við   rætur Mælifellshnjúks. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar heilögum Nikulási. Útkirkjur eru á Ábæ, Goðdölum og Reykjum. Litla steinkirkjan, sem nú stendur, var víðg 7. júní 1925. Hana byggði Ólafur Kristjánsson frá Ábæ. Hún tekur 50-60 manns í sæti og turninn er á sérbyggðum stöpli og í honum klukkurnar. Kórinn er lítill og sérbyggður og í honum lítið skrúðhús.

Altaristaflan er mjög stór og sýnir fjallræðuna. Dr. Magnús Jónsson, prófessor, málaði hana og mynd yfir dyrum. Hann og bróðir hans Þorsteinn, rithöfundur, gáfu kirkjunni stærri og hljómfegurri klukkuna í turninum.

Haukur Stefánsson frá Möðrudal málaði postulamyndirnar á prédikunarstólnum. Yfir dyrunum í forkirkjunni er gamalt, útskorið spjald með áletruninni: „Vakta þinn fót nær þú gengur til Guðs húss“. Kirkjan á líka slitrur af altarisklæði, sem er annar tveggja fornra muna hennar. Allir aðrir merkir gripir kirkjunnar brunnu með timburkirkjunni árið 1921.

Þjóðminjasafnið varðveitir bíldskorin minningarspjöld um Ara Guðmundsson, prófast, og konu hans. Þau voru fyrrum á kórvegg. Þegar Ögmundur Pálsson,

Skálholtsbiskup, þröngvaði norðlenzkum prestum til að taka aftur kosningu þeirra á Jóni Arasyni til biskups sumarið 1524, hlýddu ekki tveir þeirra. Annar þeirra var Nikulás Vilhjálmsson, prestur á Mælifelli. Menn Ögmundar gerðu þá aðsúg að honum í Hólakirkju. Hann varðist með hnífa í sitthvorri hönd fyrir háaltarinu. Ögmundarmenn báru að honu þófa og báru hann ofuðliði. Hann var síðan taglhnýttur og ekki sleppt fyrr en komið var með hann heim að Mælifelli.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Mælifellskirkja
Mælifellskirkja er í Mælifellsprestakali í Skagafjarðarprófastsdæmi. Mælifell er bær, prestssetur og  við   rætur Mælifellshnjúks. Þar voru katólskar …
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Varmahlíð, Skagafjörður
Þegar ekið er niður þjóðveg 1 til austurs um Stóra-Vatnsskarð er komið í Varmahlíð í hlíðum Reykjarhóls. Þar er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Ja…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )