Mælifellshnjúkur er sunnan Mælifells, þekkts prestseturs. Hnjúkurinn er mjög áberandi, því hann er
hærri en öll nærliggjandi fjöll og sést úr 10 sýslum. Því má vera ljóst, að fjallganga gefur kost á miklu víðsýni. Fjallið er úr móbergi og þar finnst einnig svolítið af bólstrabergi. Fjallið er líklega jafngamalt Þórðarhöfða og öðrum fjöllum við norðanverðan Skagafjörð.
Fornleiðin yfir Kjöl lá um Mælifellsdal, vestan hnjúksins. Þaðan lá líka leið um Stórasand og Kaldadal (160 km; þriggja daga ferð).
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: