Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lystigarðurinn

Lystigarðurinn var stofnaður fyrir forgöngu kvenna árið 1911 með frú Margarethe Schiöth í fararbroddi.   Brjóstlíkan hennar er í garðinum, þar sem stendur „Konur gerðu þennan garð“. Hún varð heiðursborgari bæjarins, sem á garðinn og annast hann. Almenningsgarðurinn var opnaður formlega 1912 en grasagarðurinn 1957.

Þar eru alls konar skrúðjurtir og fræðilegur grasagarður með næstum öllum háplöntum landsins og hundruðum annarra tegunda. Garðurinn er opinn virka daga frá 1. júní til 30. September kl. 08:00-22:00 og um helgar kl. 09:00-22:00.
Snemma árs 2012 var ákveðið að reisa kaffihús í skjólgóðum garðinum og hófst starfsemi þess um vorið.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )