Lundey er u.þ.b. 400 m löng og 150 m breið eyja vestan Þerneyjar í Kollafirði. Hún rís hæst 14 yfir sjávarmál og er hömrum girt, einkum syðst, og urð neðst. Eyjan er algróin og kargaþýfð og u.þ.b. 11 tegundir háplantna hafa fundizt þar.
Fuglalífið er áhugavert vegna fjölda tegunda, sem verpa þar, s.s. aragrúi lunda, teistur, fýlar og kríur.
Fyrsta skoðunarferðin með ferðamenn til að skoða lunda við Lundey var 1998
Lundinn sest up í maí og fer um miðjan ágúst.
Lundey á alnafna á Skjáfandaflóa
Vissir þú að lundinn sest up á sama tíma og þegar krían kemur til landsins og að krían fer á sama tíma, er lundinn yfirgefur varpstöðvar sínar á Íslandi?