Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lundarkirkja

Lundarkirkja er í Hvanneyrarprestakalli í Borgarfjarðarprófastsdæmi. Bærinn Lundur er kirkjustaður,  prestssetur og þingstaður í Lundarreykjadal. Þarna var hof í heiðnum sið og nafnið gæti átt rót sína að rekja til helgilundar í grennd við blótstað.

Kirkjan á Lundi var vígð 1963. Hún er úr steinsteypu með háum turni yfir forkirkju. Þorvaldur Brynjólfsson frá Hrafnabjörgum var yfirsmiður. Gréta Björnsson skreytti hana að innan. Útkirkja var á Fitjum í Skorradal og árið 1907 var prestakallið lagt niður og sóknirnar lagðar til Hesþinga og síðar til Hvanneyrar. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Guði, Maríu guðsmóður og heilögum Lárentíusi.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )