Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lundarbrekkukirkja

Lundarbrekkukirkja er í Ljósavatnsprestakalli í Þingeyjarprófastsdæmi. Lundarbrekka var stórbýli og  í austanverðum Bárðardal. Þar hefur verið kirkja frá öndverðri 11. öld og í katólskum sið voru kirkjurnar helgaðar Guði, heilögum Nikulási og öllum heilögum mönnum.

Bændakirkja var þar til ársins 1878, þegar nýlega byggð kirkja brann til kaldra kola. Þá tók söfnuðurinn að sér að reisa kirkju og hefur séð um hana síðan. Það var afráðið að byggja steinkirkju og efnið sótt í gil vestan Skjálfandafljóts. Það var höggvið til og flutt á ísi yfir ána veturinn 1879.

Þakið var sett á kirkjuna 1880 og 4. desember 1881 var hún vígð. Á turni kirkjunar er ljóskross, loftið í henni er lítið og hvelfingin er alsett gylltum stjörnum, sem voru gerðar úr birki. Altaristaflan er eftir Ásgrím Jónsson, listmálara, máluð 1916. Hún sýnir Krist flytja fjallræðuna í íslenzku landslagi. Kristján og Jóhann Vigfússynir í Litla-Árskógi skáru skírnarsáinn út en að öðru leyti smíðaði hann Valdimar Jóhannesson á Akureyri.

Prestssetrið var aflagt 1902 og kirkjunni þjónað frá Skútustöðum til 1913. Síðan þá hefur hún verið í Ljósavatnsprestakalli eða Staðarfellsprestakall með kirkjunum á Þóroddsstöðum og á Ljósavatni.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )