Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lokinhamradalur

Lokinhamradalur, vestast í norðanverðum Arnarfirði, er hömrum girtur nema til vesturs og meðal   afskekktustu byggðra bóla landsins. Þangað og þaðan ferðast fólk fótgangandi eða í jeppum eftir tæpri slóð. Þarna nýtur sumarfagurt, vestfirzkt landslag sín til fullnustu í svotil undirlendislausu en velgrónu umhverfi.

Draugarnir Lokinhamra-Skotta, Stutta-Gunna, Arnarnúps-Móri og Gunnhildur á Sveinseyri voru þarna á sveimi og hinn síðastnefndi líklega enn þá. Náttskessan Kerling varð að steini í Grísavík í dagrenningu. Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur, fæddist þar um aldamótin 1900.

Nú eru tveir bæir, Hrafnabjörg og Aðalból, í dalsmynninu. Lokinhamrar eru í eyði. Fólkið í dalnum byggði afkomu sína á sjónum og veiddi aðallega þorsk og hákarl frá Grísavík, þar sem enn sést til rústa verbúða.

Myndasafn

Í grennd

Arnarfjörður
Arnarfjörður er mikill flói, sem opnast milli Kópaness og Sléttaness. Hann er 5-10 km breiður og um 30   km langur inn í botn Dynjandisvogs. Innanvert…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )