Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lögmannshlíðarkirkja

Lögmannshlíðarkirkja er í Glerárprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Lögmannshlíð er fornt  og kirkjustaður, skammt norðan Akureyrar. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Ólafi helga Noregskonungi og þar var öldum saman úrkirkja frá Glæsibæ og frá 1884 frá Akureyri.

Glerárhverfi var í sókninni þar til nýtt prestakall var stofnað þar. Kirkjan í Lögmannshlíð var vígð fyrsta sunnudag í aðventu 1861. Hún var byggð á fótstykkjum með bindingsverki, klædd að utan með slagborðum og alþiljuð að innan. Jóhann Einarsson frá Syðri-Haga var yfirsmiður.

Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni var eftirlitsmaður. Árið 1886 var forkirkjan byggð og kirkjan hvítmáluð en hún hafði verið tjörguð. Matthías Jochumssonar, sem var þá sóknarprestur kirkjunnarfékk glugga yfir predikunarstólinn. Forturn, setloft og kvistur voru byggð 1896. Ljóskross er á turninum.

Altaristaflan eða bríkin með vængjum er frá 1648 og sýnir kvöldmáltíðina. Á prédikunarstólnum eru myndir af guðspjallamönnunum frá árinu 1781 og virðist vera óbreyttur frá upphafi. Kristmynd eftir Eggert Guðmundsson, listmálara, er á kórvegg.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )