Ljótipollur er í syðsta gíg eldsprungunnar, sem Veiðivötn urðu til á 1477, rétt norðan Frostastaðavatns, sunnan Tungnár eins og Hnausapollur. Þrátt fyrir nafnið er gígurinn geysilega fagur og umhverfið er engu öðru líkt. Dýpsti hluti vatnsins í gígnum er 14 m og urriðaveiðin er svo góð,að sumir hafa átt erfitt með að komast upp brekkurnar í innanverðum gígnum með aflann að veiðidegi loknum.
Vatnið er bæði af- og aðrennslislaust og ekki fullljóst, hvernig fiskur komst í það. Stærð þess er 0,43 km².
Góður en allbrattur vegaslóði liggur upp á gígbarminn frá Frostastaðavatni. Veiðihús er við Landmannahelli, en einnig er hægt að gista í Landmannalaugum.
Ljótipollur er innan stórs, friðlýsts svæðis, þannig að ekki má tjalda, hvar sem er. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 185 km.
Veiðileyfið gildir fyrir öll vötnin
að Fjallabaki: