Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ljótipollur

Veiði á Íslandi

Ljótipollur er í syðsta gíg eldsprungunnar, sem Veiðivötn urðu til á 1477, rétt norðan Frostastaðavatns, sunnan Tungnár eins og Hnausapollur. Þrátt fyrir nafnið er gígurinn geysilega fagur og umhverfið er engu öðru líkt. Dýpsti hluti vatnsins í gígnum er 14 m og urriðaveiðin er svo góð,að sumir hafa átt erfitt með að komast upp brekkurnar í innanverðum gígnum með aflann að veiðidegi loknum.

Vatnið er bæði af- og aðrennslislaust og ekki fullljóst, hvernig fiskur komst í það. Stærð þess er 0,43 km².

Góður en allbrattur vegaslóði liggur upp á gígbarminn frá Frostastaðavatni. Veiðihús er við Landmannahelli, en einnig er hægt að gista í Landmannalaugum.

Ljótipollur er innan stórs, friðlýsts svæðis, þannig að ekki má tjalda, hvar sem er. Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 185 km.
Veiðileyfið gildir fyrir öll vötnin
að Fjallabaki:

Myndasafn

Í grennd

Hálendisveiði
Hálendisveiði skiptist í 5 veiðisvæði. Þannig er best að velja svæði og síðan hvernig farið er þangað hér að neðan. Þessi svæði eru Arnarvatnsheiði…
Vötn að fjallabaki
Hin eina sanna Landmannaleið liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu um Dómadal. Þetta er einn og litskrúðugasti fjallvegur landsins, sem er akfær…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )