Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ljósalandsvatn

Veiði á Íslandi

Ljósalandsvatn telst til Vopnafjarðarhrepps en mun vera á mörkum hans og Skeggjastaðahrepps. það er   0,41 km², grunnt og í 244 m hæð yfir sjó. Stórilækur rennur úr því suður til Vopnafjarðar. Frá þjóðveginum liggur vegur, fær öllum bílum, að vatninu. Mikið er af smárri bleikju í vatninu. Fjöldi stanga er ekki takmarkaður. Netaveiðitilraun leiddi í ljós, að vatnið er ofsetið og þar þyrfti að grisja.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 645 km og 17 km frá Vopnafirði.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )