Eitt allra vinsælasta myndefni ferðamanna sem leggja leið sína til Bakkagerðis á Borgarfirði eystri er lítill og vel hirtur torfbær, Lindarbakki. Hann stendur neðarlega í þorpinu, skammt frá kirkjunn, i og er sannkölluð þorpsprýði.
Elzti hluti hans var byggður árið 1899 en hann var endurbyggður að hluta fyrir nokkrum árum. Lindarbakki er nú notaður sem sumarbústaður.