Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Lindakirkja

Lindakirkja er í Lindaprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Lindasókn í Kópavogi var stofnuð í  2002 og varð að prestakalli sama ár. Fyrsta skóflustunga að kirkjunni var tekin í febrúar 2007 og í ágúst 2008 var samið um annan áfanga verksins, fullfrágenginn sal og safnaðaraðstöðu. Síðasta guðsþjónustan var haldin í Salaskóla kl. 11:00 14. desember 2008 og kl. 17:00 sama dag vígði biskup Íslands safnaðarsal kirkjunnar. Fyrsta guðsþjónustan fór síðan fram sunnudaginn 21. desember s.á. Við vígsluna söng kór safnaðarins undir stjórn Keith Reed organista og Helga Magnúsdóttir söng einsöng.

Arkitektastofan ASK varð fyrir valinu eftir útboð. Lóð kirkjunnar er í svonefndum Hádegishólum við gatnamót Fífuhvammsvegar og Salavegar. Nýr grafreitur liggur að kirkjunni, sem er óvenjulegt við nýjar kirkjur í þéttbýli nú á dögum.

Kirkjuna prýða steindir gluggar eftir Gerði Helgadóttur myndhöggvara.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )