Laxá í Nesjum er tveggja stanga á í fögru umhverfi við Hornafjörð. Skráðir veiðistaðir eru alls 24. Í litlu má næstum ganga að laxi og silungi vísum á neðsta veiðistaðnum, Ármótahyl. Veiðisvæðið um 6 km langt og efstu veiðistaðir í fallegu gljúfri sem gefur oft vel. Góð stórlaxavon, fiskar allt að 10 kg hafa veiðst í Laxá. Laxveiði er að aukast vegna árlegra sleppinga gönguseiða.