Þessar ár hafa saman verið meðal bestu og þekktustu laxveiðiáa landsins. Laxá hefst í Stíflisdalsvatni á og fellur til sjávar, en um kílómetra frá ósi fellur Bugða í Laxá og er uppruni hennar í Meðalfellsvatni. Lax kemst í Meðalfellsvatn og veiðist þar dálítið, en Þórufoss varnar laxi uppgöngu í Stiflisdalsvatn.
Veitt er með 10 til 12 stöngum mest í ánum og þarna var sett Íslandsmet í laxveiði sumarið 1988. Þá veiddust 3.850 laxar í ánum og var ótrúleg mergð af laxi í ánni.
Það spilaði saman að mikið var af flökkulaxi í ám á Vesturlandi og svo voru náttúrulegir stofnar mjög sterkir vegna góðs árferðis.