Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Langreyður

langreydur

Langreyður FIN WHALE (Balaenoptera physalus) .

Hér við land verða karldýrin u.þ.b. 18 m löng og kvendýrin 19,5 m. Fullorðnir tarfar vega 30-80 tonn og  langreydur  kýrnar 50-100 tonn. Lífslíkur þessarar tegundar eru u.þ.b. 100 ár. Langreyðar eru dökkgráar á baki og hvítar að neðan og hið sama á við bægsli og sporð. Neðri skoltur er dökkgrár vinstra megin en hvítur hægra megin. Oftast eru fremstu skíðin hvít og önnur blýgrá. Raufin er framar en bakugginn.

Langreyðurin er í öllum heimshöfum. Hún heldur sig allt suður að 30°N frá línu milli Nýfundnalands og Skotlands í Atlantshafinu og leitar allt að ísbrún í norðurátt í vetrarlok og hópast á átusvæðum. Þessir hópar eru gjarnan nefndir stofnar og sjö slíkir eru taldir vera í Norður-Atlantshafinu.

Langreyðurin makar sig í nóvember til janúar, meðgöngutíminn er eitt ár og hún ber annað hvert ár. Kálfurinn er á spena í rúmlega 10 mánuði. Venjulega fæðist hann 6-6½ m langur og tvöfaldar lengd sína áður en hann fer af spena.

Langreyðurin er talin nærast lítið á veturna og étur býsn af ljósátu við Íslandsstrendur auk nokkurs magns af smokkfiski. Hún étur líka uppsjávarfiska, loðnu og síld, einkum á fartímanum. Hún er úthafshvalur, sem er oftast í smáhópum (6-7) en á fartímanum sjást oft 200-300 dýra vöður. Hún er hraðsynd (12 sjómílur á klst.) og kafar oftast ekki lengur en í 4 mínútur í einu, þótt hún geti verið allt að 20 mínútur í kafi.

Fyrstu dýrin af þessari tegund koma oftast upp að landinu í marz en aðalvöðurnar í lok maí og júníbyrjun. Norðmenn ofveiddu stofnana hér við land og eftir að Íslendingar hófu hvalveiðar veiddu þeir að meðaltali 240 dýr á ári. Gizkað er á, að Austur-Grænlands- og Íslandsstofninn sé 8-10.000 dýr. Áætlaður fjöldi í öllum heimshöfunum er 120.000-150.000 dýr.

Myndasafn

Í grennd

Hvalir
Allt frá upphafi vega er hvala getið í heimildum og hvalrekar í hávegum hafðir. Hvalategundir voru líklega fleiri hér við land fyrrum en nú, því að sl…
Villt spendýr
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )