Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Langholtskirkja

KIRKJA GUÐBRANDS BISKUPS

BAROKORGEL LANGHOLTSKIRKJU
langholtskirkja Þegar tekin var ákvörðun um val á orgeli fyrir Langholtskirkju, var margt sem hafa þurfti í huga. Langholtskirkja er að mörgu leiti sérstakt hús. Hljómburður kirkjunnar er einstakur, mikill og hlýr. Hann er og nálægur hljómburði bestu hljómleikasala en þó með eftirhljómi sem uppfyllir þær væntingar sem gerðar eru til kirkjuhljóms.

Kirkjan sjálf er afar einföld í sniðum. Allar línur eru hreinar og einfaldar. Mörgum hefur fundist hún köld þar til hún fyllist af tónlist. Reynslan af flutningi helstu verka baroktímans sýndi að sú tónlist fer henni vel. Því var ákveðið að velja henni hljóðfæri sem hæfði hljómburðinum og væri einnig mótvægi við einfaldleik hennar, gleddi augað jafnt sem eyrað.

Með barokorgeli Langholtskirkju hefur íslenska orgelfjölskyldan eignast stílhreint hljóðfæri sem skilar baroktónlist frábærlega. Rómantíska tónlist er þó vel hægt að leika þó vissulega megi þá halda því fram að það hafi of mikinn barokhljóm. En þá er svarið einfalt: þetta er barokorgel.

Hið nýja Noack orgel er gersemi fyrir auga og eyra og ásamt hinum áhrifamikla glugga Sigríðar Ásgeirsdóttur hefur orgelið gert Langholtskirkju að enn betri helgidómi. Á heimasíðu Noack má sjá mynd af orgelinu og raddskipan:
Vefslóð er: http://www.noackorgan.com/

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðvesturlandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli landshluta. Á þessum vef fer skiptingin ekki efti…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )