Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Langavatn – Eskivatn – Kvíslarvatn

Veiðivotn

Langavatn er í 565 m hæð yfir sjó, 0,11 km², mest 19 m djúpt, 2,8 Gl, meðaldýpi 7,2 m, mesta lengd 1,4 km og breidd 0,4 km. Öldurnar umhverfis vatnið eru að mestu grónar. Við norðausturenda þess er svokallaður Slýdráttur, sem þykir einhver fegursti staður við Veiðivötn. Veiðin hefur minnkað frá 1994 (4 1998). Kvíslarvatn er minnst allra Veiðivatna. Straums gætir í því öllu frá kvíslunum, sem renna í það og úr. Það er í 565 m hæð yfir sjó, 0,03 km², dýpst 9 m, 0,1 Gl, meðaldýpi 3,4 m, lengst 0,3 km og breiðast 0,2 km. Veiði er mjög dræm í vatninu (7 1998).

Eskivatn er lítið vatn, en þó helmingi stærra en Kvíslarvatn. Það er í 565 m hæð yfir sjó, 0,11 km², dýpst 32 m, 1 Gl, meðaldýpi 9 m, mest 0,5 km langt og 0,3 km breitt. Veiðin hefur verið lítil síðan 1994 (21 1998). Helztu veiðistaðir eru: Slýdráttur,Tangar, Eskiós, Kvíslarós, Kvíslarbreiða, Krikapottur, Álftanös og Dvergafjara.

Myndasafn

Í grennd

Veiðivötn
Veiðivatnasvæðið: Það er ungt að árum í núverandi mynd, því að það varð til í stórkostlegum náttúruhamförum árið 1477, gaus á Veiðivatnasprungunni, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )