Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Krossá – Hrófá

Þessar nágrannaár gefa ekki mikið en samt koma nokkrir tugir laxa upp úr þeim á góðri vertíð. Þær eru   vestast  á Norðurlandi vestra, norðan Prestbakka, litlar að vexti, renna út í vestanverðan Hrútafjörð og þægilegt að komast að þeim.

Hrútafjörður er u.þ.b. 35 km langur og fékk nafn sitt af tveimur hrútum, sem stóðu í fjörunni, þegar einn landnámsmanna kom siglandi. Hann nefndi fjörðinn eftir þeim. Á þessu svæð er fjöldinn allur af góðum laxveiðiám, s.s. Hrútafjarðará og Síká og Laxá í Dölum. Veiðihús eru við báðar árnar og veiðimennirnir sjá um sig sjálfir.

Myndasafn

Í grennd

Veiði Strandir
Stangveiði á Ströndum. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Strandir …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )