Kópavogskirkja er í Kársnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Kópavogshreppur skiptist frá upphafi milli tveggja sókna, Nes- og Laugarnessókna. Bæjarfélagið varð ekki sérstök sókn fyrr en árið 1952 en var síðan skipt í tvær sóknir, þegar byggðir færðist út, Digranes- og Kársnessókn.
Árið 1962 var vígð ný kirkja á Borgarholtinu, þar sem hún stendur hátt í miðjum bænum. Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, teiknaði kirkjuna og Gerður Helgadóttir, myndhöggvari, gerði steindu rúðurnar.