Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kolsholt og Kolsholtshellir

Kolsholt og Kolsholtshellir eru bæir skammt suðvestan Villingaholtsvatns í Árnessýslu, aðgengilegir frá þjóðvegi #1 um vegi #302, 305 og 309. Við báða bæina eru manngerðir hellar, einkum þó við Kolsholt. Þar er m.a. að finna 23×13 sm kross, höggvinn í vegginn. Þessi hellir er í 500 m fjarlægð frá bænum og samnefndur honum. Kolsholtshellir er 10 m langur 4 m breiður og 2 m hár. Þakið er óregluleg hvelfing og mikið krot, fangamörk og ártöl á veggjum (elzt 1791 og mörg yngri). Þarna er 1 m djúpur brunnur. Utanhellis er forn öskuhaugur undir landnámslaginu (870-880). Þar fundust nokkrir smáhlutir, brons- og járndót, handfang af kolu, snældusnúður og pottbrot úr klébergi. Einnig fundust tennur úr húsdýrum, beinamulningur og fiskbein. Flatir steinar til glóðarhitunar fundust líka. Hvergi hafa slíkar fornar mannvistaleifar fundizt í helli á Suðurlandi.

Myndasafn

Í grend

Eyrarbakki og Stokkseyri
Eyrarbakki og Stokkseyri eru tvö sögufræg þorp við suðurströnd Árnessýslu. Þar var áður mikið útræði   og bátaútgerð til skamms tíma. Nokkur fiskvinns…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )