Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kolsholt og Kolsholtshellir

Kolsholt og Kolsholtshellir eru bæir skammt suðvestan Villingaholtsvatns í Árnessýslu, aðgengilegir frá þjóðvegi #1 um vegi #302, 305 og 309. Við báða bæina eru manngerðir hellar, einkum þó við Kolsholt. Þar er m.a. að finna 23×13 sm kross, höggvinn í vegginn. Þessi hellir er í 500 m fjarlægð frá bænum og samnefndur honum. Kolsholtshellir er 10 m langur 4 m breiður og 2 m hár. Þakið er óregluleg hvelfing og mikið krot, fangamörk og ártöl á veggjum (elzt 1791 og mörg yngri). Þarna er 1 m djúpur brunnur. Utanhellis er forn öskuhaugur undir landnámslaginu (870-880). Þar fundust nokkrir smáhlutir, brons- og járndót, handfang af kolu, snældusnúður og pottbrot úr klébergi. Einnig fundust tennur úr húsdýrum, beinamulningur og fiskbein. Flatir steinar til glóðarhitunar fundust líka. Hvergi hafa slíkar fornar mannvistaleifar fundizt í helli á Suðurlandi.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )