Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kolfreyjustaðarkirkja

Kirkjan er í Kolfreyjustaðarprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Hún er á Fáskrúðsfjarðarströnd að  . Katólskar kirkjur þar voru helgaðar heilögum Sixtusi. Sókninni var skipt 1913 og útkirkja er á Búðum. Kirkjan,sem nú stendur, var byggð sumarið 1878 úr timbri. Finnbogi Sigmundsson, trésmiður frá Seyðisfirði, var yfirsmiður. Hún var upphaflega með skarsúð, en 1912 var loftið þiljað að innan og húsið járnvarið. Ljóskross var settur í staðinn fyrir trékross á vesturstafninn 1966. Altarið og prédikunarstóllinn eru frá sama tíma og kirkjan var byggð og með sama útliti.

Gréta og Jón Björnsson máluðu kirkjuna að innan 1957. Skírnarsáinn skar þýzkur maður, Wilhelm Bachman og altaristaflan er eftir danskan málara, Anker Lund, sem málaði margar slíkar í aðrar kirkjur landsins. Kaleikur og patina eru forn.

Kolfreyja tröllskessa bjó skammt frá staðnum. Eitt sinn ætlaði hún að ná í prest til matar. Hann slapp naumlega vegna þess, að skessan var vanfær og náði að hringja kirkjuklukkunum, þegar skessan rak tærnar í kirkjugarðinn og datt endilöng. Hún mælti svo um, að kirkjugarður skyldi þaðanaf aldrei standa á staðnum og það þykir hafa rætzt.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )