Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Knappstaðakirkja

Knappstaðakirkja er í Hofsóssprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Knappstaðir eru eyðibýli,   kirkjustaður og fyrrum prestssetur í Stíflu. Þar voru katólskar kirkjur helgaðar Pétri postula.

Kirkjan, sem nú stendur, er álitin elzta timburkirkja landsins, byggð fyrst 1834 og aftur 1838, en þá um sumarið hrundi hún næstum til grunna í jarðskjálfta. Hún er lítil en stæðileg og meðal fegurstu kirkna landsins. Hún var afhelguð en klukknaport var sett á stafn, gluggar stækkaðir, bekkir endurnýjaðir og hvelfing sett í loft kirkjunnar árið 1896

Prédikunarstóllinn er frá 1704 og altaristaflan allmerkileg. Yfir henni er mynd af Kristi konungi, máluð á tré og augljóslega mjög gömul. Brauðið var mjög fátækt en skrimti þó til 1881.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )