Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Klakkeyjar

Klakkeyjar eru eyjaklasi norðan Hrappseyjar (Skörðustraums). Meðal þeirra er Skarða (næst Hrappsey), Litliklakkur (54m) og Stóriklakkur (72m), sem eru hæstir allra eyja í Breiðafirði. Þeir eru líka nefndir Dímonarklakkar. Milli þeirra og Stekkjareyjar er Dímunarvogur með mjóu eiði milli botns hans og sjávar norðaustar. Þar eru rústir stekkjar.

Þessi vogur var kallaður Eiríksvogur og rekja má bæði nöfnin til Eríkssögu rauða og Eyrbyggju. Þar á Eyjólfur Æsuson að hafa leynt skipi Eiríks, þegar það var undirbúið til Grænlandsferðarinnar.

Samkvæmt sóknarlýsingum frá 19. öld sögðu munnmæli frá svo miklum skógi á Klakkeyjum, að skipið hefði verið falið í limi trjánna þar. Jarðabókin frá 1705 getur þess, að Dímonarklakkar séu eyðiey en hafi verið byggðir fyrrum. Guðnýjarhólmi er í sundinu milli Bæjareyjar og Klakkeyja og hlutinn frá honum að Bæjarey er kallaður Guðnýjargat. Þar drukknaði stúlkukind að nafni Guðný, þegar hún óð of djúpt.

Á Bæjarey sunnanverðri eru greinilegar bæjartóttir og túnblettur og enn þá vottar fyrir uppsátri við Bæjarvog, þar sem er nú sumarbústaður. Í Klakkeyjum er nokkuð um toppskarf, sem er spakur vegna stöðugra mannaferða í skoðunarferðum um eyjarnar á þessu svæði.

Myndasafn

Í grennd

Breiðafjarðareyjar, Þúsund Eyja Flói.
Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverju…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )