HVÍTASUNNUKIRKJAN ÖRKIN að KIRKJULÆKJARKOTI
Kirkjulækjarkot er safnaðarmiðstöð hvítasunnuhreyfingarinnar á Íslandi, Örkin. Á staðnum er skáli með svefnaðstöðu sem rúmar á annað hundrað manns. Næg tjaldstæði eru einnig á svæðinu og aðstaða fyrir tjaldvagna og húsbíla. Örkin í Kirkjulækjarkoti var áður Tívolí í Hveragerði. Örkin er alls 3000 fermetra með kjallara.
Í Kotinu há hvítasunnumenn mót á eigin vegum með reglulegu millibili. Auk þess hefir aðstaðan verið leigð út til ýmissa annarra kristinna safnaða. Mótshald hvítasunnumanna Í Kirkjulækjarkoti er löngu rómað fyrir líflegar samverustundir sem taka mið af allri fjölskyldunni. Léttur söngur einkennir samverustundirnar ásamt góðri trúarfræðslu og fyrirbænaþjónustu. Kvöldvökur eru haldnar á hverju móti fyrir yngri kynslóðina, kveiktur varðeldur auk fjölda annarra atriða.
Um hverja verslunarmannahelgi fer aðalmót hvítasunnuhreyfingarinnar fram í Kirkjulækjarkoti – „Kotmótið“ – sem er árlegt landsmót hvítasunnumanna.