Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ketukirkja

Ketukirkja er í Sauðárkróksprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Keta er bær og kirkjustaður í   Skefilstaðahreppi á utanverðum Skaga að austan. Þar var útkirkja frá Hvammi í Laxárdal en sóknin var lögð til Sauðárkróks, þegar Hvammsprestakall var lagt niður 1975 (1970 með lögum).

Timburkirkjan með járnklædda þakinu, sem nú stendur í Ketu, var byggð 1895-96 og stendur á grunni úr hellugrjóti, sem síðar var steypt utan um. Sæti er fyrir 55 manns og yfirsmiður var Árni Guðmundsson, trésmíðameistari, frá Víkum. Kirkjan er turnlaus með fjórum bogagluggum. Klukkurnar eru í litlu porti á vesturgafli hússins. Á prédikunarstólnum eru einu skreytingar kirkjunnar, myndir af Kristi og tveimur postulum. Altaristaflan er eftir Jóhann Briem. Oblátudiskur og kaleikur eru merkisgripir úr tini.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja Árbæjarkirkja Skagafirði Auðkúlukirkja Barðskirkja Bægisárkir…
Skagi
Skagi er milli Húnaflóa og Skagafjarðar, u.þ.b. 50 km langur og 30 km breiður. Nyrzt er Skagaheiði, fremur láglend, en sunnar rísa há fjöll og dalir, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )