Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kerling

Kerling er hæst norðlenzkra fjalla í grennd við byggð. Það er auðvelt að komast á tindinn og þaðan er gott útsyni á góðum degi.

Fjallið er aðallega úr blágrýti, en efsti hlutinn er ljósgrýti, sem nær til Súlna skammt frá og alla leið að Vindheimajökli norðan Glerárdals.

Milli jóla og nýárs 1980 ákváðu fimm skátar að klífa fjallið. Gangan hófst í Finnastaðadal, þar sem þeir sváfu í tjaldi um nóttina. Norðan stórhríð skall á og tjaldið fór í tætlur. Tveir drengjanna reyndu að sækja hjálp, en aðeins annar þeirra komst á leiðarenda. Annar drengur var látinn, þegar hjálp barst.

Myndasafn

Í grennd

Glerárdalur/Gönguleiðir
Glerárdalur Súlur (1144m og 1167m) eru suðvestan Akureyrar. Þær gnæfa upp úr breiðum breiðum blágrýtisstalli   (500 m.y.s.). Riminn sunnan Súlna að K…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )