Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kelduá

keldua

Kelduá er dragá í Fljótdalshreppi í Norður-Múlasýslu. Upptökinn eru í Kelduárvatni við Geldingafell, austan Eyjabakkajökuls. Fellur hún fyrst um heiðarlönd og síðan um Suðurdal í Fljótsdal allt til botns Lagarfljóts.

Akfært er meðfram mestum hluta árinnar. Í Kelduá er mikið af fiski, bæði bleikja og urriði, sem oft er mjög vænn. Veiðistaðirnir eru margir og góðir í ægifögru umhverfi. Fyrr á tímum varð eitthvað vart ókennilegra fiska í Kelduá, var það hald fróðra manna að vera mundu ungar ormsins í Lagarfljóti. Eigi hafa þeir sést lengi og ekki eru til myndir til staðfestingar.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 735 km um Suðurlandsveg og um 40 km frá Egilsstöðum.

 

Myndasafn

Í grennd

Veiði Austurland
Stangveiði á Austurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Austurlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )