Keilisnes er á milli Flekkuvíkur og Kálfatjarnar. Efst þar, skammt frá gamla þjóðveginum, er varðan Stefánsvarða á hæð, sem við hana er kennd. Þaðan er mikið útsýni yfir Faxaflóa.
Örn Arnarson skáld lýsir siglingu Stjána bláa fyrir Keilisnes í örlagaþrungnasta minnigarkvæði, sem ort hefur verið um íslenzkan sjómann:
Æsivindur,lotugangur
Löðri siglum hærra blés
Söng í reipum. Sauð á kenipum.
Sá í grænan vegg til hlés.
Stjáni blái strengdi klóna,
Stýrði fyrir Keilisnes.