Árið 1963 keypti katólska kirkjan jörðina Riftún í grennd við Hveragerði í Ölfusi og kom þar upp aðstöðu til sumardvalar fyrir börn. Allt til ársins 1997 var sú starfsemi óbreytt en þá var komið fyrir kapellu í húsinu og stórum krossi komið fyrir í næsta nágrenni. Reglulegar pílagrímsferðir eru farnar þangað í september ár hvert. Kapellan dregur nafn sitt af krossinum