Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kálfholtskirkja

Kálfholtskirkja er í Fellsmúlaprestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1978-79 og  vígð 27 maí 1979. Hún er úr járnvörðu timbri og skarsúðarklædd ómáluðum viði að innan, líkt og í fyrri kirkju á staðnum. Ólafur Sigurjónsson í Forsæti var yfirsmiður. Altaristafla eftir Ámunda Jónsson, snikkara, frá 1773. er meðal góðra gripa kirkjunnar. Númeraspjaldið er gamalt og skírnarskálin er mjög gömul. Skírnarsárinn er eftir Ríkharð Jónsson og vegglamparnir úr leir eftir Steinunni Marteinsdóttur, listakonu. Bjarnhéðinn guðjónsson á Hellu smíðaði altarisstjakana. Tvær gamlar ljósakrónur eru í kirkjunni. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Ólafi helga.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Suðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur landshlutans Akureyjarkirkja Árbæjarkirkja Ásólfsskálakirkja Ásólfsskáli Bræðratungukirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )