Kirkjan er í Kálfafellsstaðarprestakalli í Skaftafellsprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1926-27 og vígð 31. júlí 1927. Hún er byggð úr steinsteypu og Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði hana. Sigurjón Jónsson, bóndi í Suðurhúsum í Borgarhöfn, var yfirsmiður. Patínan í kirkjunni er frá 1761, verk Brands Jónssonar. Líklega er kaleikurinn lika frá Brandi kominn. Séra Jakob Bjarnason (1654-1717) gaf kirkjunni líknesi Ólafs helga, sem er í Þjóðminjasafni. Þá varð það nýtt og líklega smíðað í Noregi. Það stóð á kórbita kirkjunna í tvær aldir og var mikilsvirt. Því var komið fyrir á Þjóðminjasafninu eftir að kirkjan fauk 1886. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Ólafi helga. Útkirkjur eru í einholti á Mýrum og á Hofi í Öræfum.