Kaldbaksvatn er í Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. það er 0,56 km², nokkuð dúpt og í 2 m hæð yfir sjó. rennur í gegnum það. Þjóðvegur 643 liggur rétt austan vatnsins yfir útfallið á mjóum granda. Umhverfið er stórbrotið og geysifagurt. Í vatninu er falleg sjóbleikja, 1-2 pund, ýmsir sjávarfiskar veiðast þar líka og áll. Íbúðarhúsinu á Kaldbak hefur verið haldið við og notað sem veiðihús. Eitthvað er veitt í net í vatninu. Vegalengdin frá Reykjavík er 320 km um Hvalfjarðargöng og 54 frá Hólmavík.