Mjallargötu 9, Ísafirði
Katólska kirkjan keypti gamalt hús á Ísafirði (1935) árið 1989 og því var breytt í prestahús. Alfreð Jolson, biskup, blessaði litla kapellu í því 28. júlí sama ár. Ný kapella var byggð á bak við húsið á árunum 1997-99 undir umsjón Trausta Leóssonar og samtímis var húsið sjálft endurnýjað. Jóhannes Gijsen, biskup, blessaði hina nýju Kapellu 5. júlí 1999. Þarna búa prestur og félagi í Maríulegíóninni búa þar og sinna katólikkum á Vestfjörðum.