Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Íslenzka svínið

Fjölskyldugerð: Göltur, gylta og grís.
Þyngd: 200-250 kg.
Fengitími: allt árið.
Meðgöngutími: 3 mánuðir, 3 vikur og 3 dagar.
Fjöldi afkvæma: 10-12 grísir í hverju goti.
Nytjar: kjöt, húð og hár.

Landnámsmenn fluttu hingað með sér svonefnd landsvín sem voru algeng á Norðurlöndunum. Mörg örnefni benda til þess að svínin hafi verið um allt land.
Svín eru alætur og njóta sín vel þegar þeim gefst færi á að róta í leit að möðkum, rótum og skordýrum.

Gyltur eru mjög frjósamar. Algengt er að þær gjóti um 10-12 grísum í hverju goti. Meðgöngutími gyltna er að meðaltali 114 dagar eða tæplega 4 mánuðir.

Íslenzku svínin – nánari upplýsingar
  Svínin hérlendis eru ræktuð með það fyrir augum að fá sem mest og bezt kjöt af hverri skepnu. Það má sjá á þeim ef skoðað er hversu stór búkur þeirra er miðað við smágerða fætur. Ræktuðu svínin eru komin út frá villisvínum og eru þau m.a. með vígtennur sem þau hafa fengið í arf frá forfeðrum sínum. Þar sem ekki hefur verið mögulegt að rækta vígtennurnar úr eldissvínum þá er gripið til þess ráðs að klippa af tönnum grísa rétt eftir að þeir koma í heiminn. Þeir geta annars meitt gyltuna og orðið hættulegt vopn er grísirnir stækka.

Samkvæmt skrám hagstofunnar voru 4.074 svín í landinu árið 2005.

Heimild: Efni af vef Húsdýragarðsins í Laugardal.

Myndasafn

Í grennd

Íslensku Húsdýrin
Ísland státar ekki af mörgum tegundum villtra dýra miðað við mörg önnur lönd og álfur. Landið er og hefur verið einangrað og einkum vettvangur fugla o…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )